Beint í efni
Mínar síður

Verslun/Lausasölulyf/
Nicotinell Fruit 2mg 24stk





Nicotinell Fruit 2mg 24stk

567980

Product information


Attachments

Short description

Nicotinell Fruit 2mg er tuggugúmmí með ávaxtabragði sem hjálpar reykingafólki að minnka eða hætta tóbaksnotkun.


Description

Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum.

Hætta skal alfarið reykingum á meðan á meðferð með Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmíi stendur.

Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er.

Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Í öðrum tilfellum skal nota 2 mg lyfjatyggigúmmí.

Upphafsskammtur skal ákvarðaður út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Tyggja skal eitt stykki Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmí við reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stykki á sólarhring, þó ekki fleiri en 15 stykki af 4 mg lyfjatyggigúmmíi og 25 stykki af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Vegna eiginleika lyfjatyggigúmmís sem lyfjaforms getur nikótínþéttni í blóði verið mismunandi á milli einstaklinga. Því skal miða tíðni skammta við einstaklingsþörf, innan uppgefinna hámarksskammta.

Þegar hætta á reykingum:

Meðferðarlengdin er einstaklingsbundin. Í flestum tilfellum skal meðferðin standa í a.m.k. 3 mánuði. Eftir 3 mánuði skal draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun Nicotinell Fruit lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur.

Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja.